Færsluflokkur: Bloggar

mbl.is Farið úr bookmarks

Ekkert blogg verður hjá mér hér (fyrir utan þessa tilkynningu náttúrulega), og ég mun ekki skoða mbl.is meðan Davíð Oddsson er þar við stjórnvölinn.

Tími þessa manns í áhrifastöðum á Íslandi verður að vera liðinn. Annars er þessu sjálfhætt og eins gott að fara að pakka saman og flytja úr landi.


Hverjar er ástæður þessarar afstöðu slitastjórnar?

Hver mundi hugsanlega fara í mál út af þessum hugsanlega skorti á lagaheimildum? Af hverju eru þeir að spá í þetta í fyrsta lagi ?

Sé ekki alveg hvaða hagsmuna slitastjórnin er að gæta með því að ganga fram með þessum hætti.


mbl.is Slitastjórn Spron heldur fast við sína túlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta frétt sem ég hef heyrt lengi!

Sem hlaupari og hjólamaður með áhuga á skógrækt, þá er þetta tvímælalaust besta frétt sem ég hef heyrt lengi! Hvernig get ég lagt þessu lið????
mbl.is Þúsund ný störf í skógrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af ábyrgð, siðferði og skorti þar á

Fyrst að ég setti svona mikið í púður í athugasemd við ákveðna færslu á blogginu hans Lofts Altice Þorsteinssonar (meðlims í Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins), þá held ég að sé efni til að hafa þetta hér líka, með smá leiðréttingum.

Loftur, eftir lofandi hugmyndir, eins og með myntráð, og tiltölulega málefnalegt blogg, þá kemurðu með þessa furðulegu setningu: "Það hefði auðveldað okkur Sjálfstæðismönnum kosningabaráttuna, að mæta hrokafullu liði sem neitaði augljósri ábyrgð á efnahagshruninu. Sá tindáti sem í bankahruninu bar augljóslega mesta ábyrgð á bankamálunum ætlar að hanga sem fastast á framboði sínu."

Ég ætla nú ekki að fara að afsaka Björgvin G eða hans vankunnáttu eða tengslaleysi við bankana. En að segja að hann hafi augljóslega borið mesta ábyrgð á bankahruninu ætlar manninum og hans stöðu allt of mikil áhrif, sérstaklega í ljósi þess að viðkvæmum upplýsingum var haldið frá honum, s.b.r. bresku skýrsluna sem var gerð fyrir ári, og var dreift til Seðlabanka og forsætisráðuneytis, en ekki til ráðuneytis bankamála, sem hefði þó átt að gera með réttu. Þetta sýnir að hann var einfaldlega ekki í klíkunni, burtséð frá ráðuneytinu sem hann stýrði, og hafði þar með ekki næga þekkingu til að bregðast við af neinu viti.

Sú þekking og stjórntækin voru öll í höndum sjálfstæðismanna, það eru fjármálaráðherra (dæmdur fyrir meiðyrði og vítaður af umboðsmanni alþingis fyrir valdníðslu, og segir samt ekki af sér. ÞAÐ kalla ég að neita að taka ábyrgð.), forsætisráðherra og yfirseðlabankastjóri. Svo vill til að þessir sömu menn (fyrst og fremst tveir þeirra), voru yfirarkitektar einkavæðingar bankanna, sem, vel á minnst, átti sér stað talsvert eftir árið 1994, svo hæfum mönnum hefði nú átt að vera ljós sú ábyrgð sem fólst í því að einkavinavæða bankana. Því miður voru yfirarkitektarnir ekki nægilega hæfir á þessu sviði, og því fór sem fór. Vissulega opnaði EES formlega á þessa möguleika, á tíma sem á íslandi voru ríkisbankar. Það var á vakt Sjálfstæðismanna sem bönkunum var stillt upp til að fara að nýta þessar heimildir í nafni "aðgerðafrelsis einstaklinganna". 

Síðan til að bæta gráu ofan á svart, þá voru sjálfstæðismenn á sama tíma, með Björn Bjarnason í broddi fylkingar, uppteknir við að gjaldfella siðferði í landinu með sinni sjálflægu bókstafstúlkun á lagabókstaf, þannig að ákvarðanaferlið var um það bil svona:

  1. Mig langar að gera X
  2. Er X gott fyrir mig?
  3. Er X gott fyrir flokkinn?
  4. Er X löglegt?

Ef allar spurningar fá já, þá er fínt að gera X (til dæmis X="líta fram hjá umsögn nefndar um hæfi aðila" og taka geðþóttaákvörðun).

Sama ákvörðunarferli var augljóslega í gangi í bönkunum (settu inn X="lána skúffufyrirtæki á Bolungarvík tugi milljarða til að kaupa í bankanum", og settu "gott fyrir bankann" í staðinn fyrir "gott fyrir flokkinn").

Siðlegt og samfélagslega ábyrgt ákvörðunarferli lítur u.þ.b. svona út: 

  1. Mig langar að gera X
  2. Er X gott fyrir samfélagið?
  3. Er X gott fyrir mig?
  4. Er X löglegt? ( menn komast yfirleitt aldrei hingað þar sem skref 2 útilokar ólöglegt X)

Það er alveg deginum ljósara að of stór hluti ákvarðana í bankakerfinu fór eftir fyrra ákvörðunarferlinu, því hinu sama og haft var fyrir þjóðinni af valdhöfum. Það skiptir ekki máli hvað er á blaði, það eru aðgerðir fólks sem skiptir máli, og því hærra settir menn eru, því meira máli skipta aðgerðirnar, og minna máli skipta samþykktir, yfirlýsingar eða annað orðagjálfur.


Siðferðislega heftir lögfræðingar Sjálfstæðisflokksins

Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur og þingmaður sjálfstæðisflokksins skrifaði nýlega pistil í Fréttablaðið sem svar við gagnrýni Sigurðar Líndal lagaprófessors, sem varðaði þætti siðferðis og fordæmis, ásamt nauðsyn þess að dómstólar taki á þáttum sem lög taka ekki á með beinum hætti, með hliðsjón af siðferði og dómafordæmi.

Sigurður Kári er á því, eins og félagar hans í forystu Sjálfstæðisflokksins, með þá Davíð Oddsson og Björn Bjarna fremsta í flokki, að dómstólar skuli hins vegar eingöngu dæma samkvæmt því sem lagabókstafurinn nær beint yfir í tiltölulega þröngum skilningi, og það sama skuli eiga við um framkvæmdavaldið. Þetta hefur meðal annars komið vel fram í embættisfærslum þessara manna í sambandi við skipan dómara, viðbrögð við mistökum ráðherra, og þaulsetni í embættum. Málflutningur og embættisfærslur þessa hóps styður verulega við þá sýn að þeir spyrji fyrst hvort eitthvað komi þeim vel, svo hvort það sé löglegt, og síðan, kannski, hvort það komi samfélagnu vel, þ.e.a.s., hvort það sé siðlegt. Þetta er ákveðið form af ákvarðanakúltúr, sem virðist vera algerlega ríkjandi í Sjálfstæðisflokknum. Líklega helgast þetta af þeirri ranghugmynd nýfrjálshyggjunnar að frelsi fyrirtækja og einstaklinga til að hámarka eigin hagsmuni, endi sjálfkrafa sem hámörkun alls samfélagsins.

Hvað sem því líður, þá er ljóst í mínum huga að þetta form ákvarðanakúltúrs er það sem er ein helsta rót vandans sem íslenskt samfélag á við að etja í dag. Því það virðist augljóst að nákvæmlega þessi kúltúr sem réði ríkjum í bönkunum. Þar var fyrst spurt hvort það kæmu mönnum persónulega vel, svo hvort það væri löglegt, og að síðustu hvort það væri siðlegt. Og það var bara tekið til skoðunar ef það var augljóslega á dökkgráu svæði. Þetta leiðir síðan til skammtímahugsunar, sem aftur leiðir til ofurlauna, sem leiðir til áhættusækni, sem leiðir til skuldsetningar, sem aftur leiddi til hruns.

Maður hefði haldið að kreppan sem við erum að ganga í gegn um hefði gert þetta ranghugmyndina um hámörkun á tekjum samfélagsins, augljósa. Af einhverjum ástæðum, hefur þetta ekki komist mjög hátt í umræðunni. Kannski af því að orsakasamhengið þarna er nokkuð langt, og mönnum hefur ekki tekist að koma þessu nægilega skýrt til skila.


Hvað er bindiskylda?

Ef banki fær 1000kr í innlán, þá þýðir 10% bindiskylda að hann má lána 900kr út (þetta er kennt í þjóðhagfræði 103, menntaskólakúrs...). Með því að endurtaka þetta (maður fær lánað, greiðir fyrir vöru, sá sem fær greitt leggur inn í banka, endurtekið nokkrum sinnum), þá geta 1000kr í innlán orðið að 10000kr í umferð.

Nú, Davíð blessaður kallinn heldur því fram að það að auka bindiskyldu bankanna hefði ekki haft nein áhrif, þar sem ótakmarkaður aðgangur að lánsfé geri þetta stjórntæki máttlaust. Þetta er einfaldlega kolrangt. Sjáum hvernig lánsfé bankanna, sem kemur inn í íslenska hagkerfið, getur margfaldast:

Banki fær 1000kr (eða 1000 milljarða, líklega nær lagi) að láni. Það er lánað til að kaupa hlutafé í bankanum. Einhver selur, og fær þennan pening, og gerir eitthvað við hann. Hann leggur þennan pening inn í banka. Vei, innlán, getum lánað það aftur, til að kaupa MEIRI hlutabréf í sjálfum okkur. Og koll af kolli, þar til 1000 kallinn er orðinn að 11000 kalli (engin bindiskylda á fyrsta þúsundkallinn). Bindiskyldan hefur því klárlega mikið að segja í þessu tilfelli líka, því þetta snýst um að takmarka heimild bankana til að margfalda peninga.

Davíð er því miður óhæfur seðlabankastjóri. Hann sýndi það enn og aftur í kvöld. 


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hámark veruleikaflóttans?

"Það gleður mig, að jafnvel þeir sem helst vilja leggja til mín hafa ekki getað fundið neitt málefnalega athugavert við störf mín og reyndar tekið sérstaklega fram að við mín störf sé ekkert að athuga. Ég þurfi bara að fara frá af óefnislegum ástæðum."

Það er ekkert athugavert við að hafa ekki beitt stjórntækjum seðlabankans til að taka í þá tauma sem hann hafði (bindiskyldu bankanna).

Það er ekkert athugavert við að hafa staðið gegn upptöku annars gjaldmiðils, þegar það var bæði mögulegt og hagstætt íslenskum almenningi. Nei, það varð að verja völd seðlabankans til að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar í nafni "sveigjanleikans".

Það er ekkert athugavert við að hafa lýst því yfir að yfirvöld íslenskra peningamála ætli sér ekki að greiða skuldir "óreiðumanna" erlendis, sem túlkaðist í Bretlandi sem "ætla ekki að standa við skuldbindingar", og olli trúnaðarbresti, sem aftur leiddi til hruns Kaupþings.

Það er ekkert að því að hafa verið yfirarkitekt og leiðtogi einkavæðingar bankanna, sem bjó til kerfið sem leiddi okkur í þessa stöðu.

Það er ekkert athugavert við að hafa tekið fram fyrir hendur ráðherra bankamála með þegar risastórar ákvarðanir voru teknar sem vörðuðu alla bankana, og þar með alla þjóðina.

Það er ekkert athugavert við að hafa ekki stækkað gjaldeyrisforðann meðan tækifæri var til þess.

Það er ekkert athugavert við að hafa leitt forystu Sjálfstæðisflokksins og fyrri ríkisstjórna inn í kúltúr bókstafstrúar á lagabókstafinn, siðleysis og ábyrgðarleysis. (Nei það skiptir ekki máli þó menn brjóti lög eða tvö, lögin segja ekki að maður þurfi að segja af sér).

Eins og Marínó bendir á, þá er ekkert athugavert við að hafa sett Seðlabankann á hausinn.

Og, síðast en ekki síst, það er ekkert athugavert við að aðal seðlabankastjóri sitji í stól sínum í óþökk 90% þjóðarinnar. Já, það varðar fjölskyldurnar í landinu mjög miklu hverjir sitja í seðlabankastjórum, þvert á það sem hrokagikkir í Sjálfstæðisflokknum kunna að halda fram.

PS.

Mér þætti fróðlegt að vita hvaða einstaklinga hann er að vísa til þarna? Hverjir eru það sem eru svona bitlausir?


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring

"...með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni".

Hvernig er það mögulegt að vera svona veruleikafirrtur í æðsta embætti þjóðarinnar?


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Another frightening show about the economy

Nýlega setti ég inn færslu um hugmynd sem ég hafði um hvað kunni að vera rót vandans þegar kemur að því að greina rót þeirra risastóru vandamála sem hafa leitt efnahag hins vestræna heims í þær ógöngur sem þær eru komnar í. Því þetta er ekki bara íslenskt vandamál. (Íslenska vandamálið er að hafa verið leiddir í miðjan storminn af ákveðnum aðilum).

Í gær var ég að hlusta á þátt af "This American Life", sem er titlaður "Another frightening show about the economy", sem má finna hér. Í þessum þætti var fjallað um skuldabréfatryggingar (Credit Default Swap, eða CDS, sem eru reyndar ekki tryggingar í ströngum skilningi), og hvernig þessi markaður er ekki bundinn regluverki í BNA. Líkur hafa verið leiddar að því að ein af höfuðástæðum þess að stórir bankar eins og Lehman Brothers hafi farið svona hratt á hausinn vegna þess hversu mikið þeir voru búnir að selja af skuldabréfatryggingum, og hvernig sú staðreynd að þessi markaður er ekki reglubundinn og þar með ógagnsær vegna þess að allir samningar um skuldatryggingar voru tveggja aðila á milli, og þar með leynilegir. Þetta gerir að verkum að í raun er ekki nokkur leið að vita hver raunverulega áhættan er, vegna þess að þegar þessi markaður stækkaði, urðu til ofurflóknið net "skuldatrygginga", sem enginn gat haft yfirsýn yfir.

Í þættinum er fjallað um það að settar voru fram tillögur fyrir mörgum árum um að það þyrfti að setja regluverk um þennan markað, en þær voru blásnar út af borðinu, meðal annars með þungum lobbýisma frá fjármálafyrirtækjum, meðal annars með þeim rökum að þeir aðilar sem væru í þessum bransa væru bara fullorðin fyrirtæki sem vissu fullkomlega hvað þau væru að gera (annað er komið í ljós), og það hefði enga þýðingu að vera að setja regluverk á svona dæmi, þar sem hinir fáu sérfræðingar í eftirlitsstofnunum hefði engan séns á að fylgja ofurlaunuðum her fjármálastofnanna eftir.

Það sem ég vil halda fram, er að rót vandans felst ekki í fáfróðum seðlabankastjórum, gráðugu fjármálafólki, undirmönnuðum eftirlitsstofnunum, eða að CDS markaðurinn hafi ekki verið reglubundinn. Rót vandans er kerfi sem hyglir leynimakki, þar sem trúnaðarsamningar eru sjálfgefnir, og opnir samningar eru undantekning. Ef þetta er tilfellið, þá er ráðið einfalt. Samningar skulu vera opnir nema í algerum undantekningatilfellum. Við höfum alla tæknilega burði til að gera slíkt í dag, og ég er viss um að Google mundu glaðir búa til sérstaka leitarvél fyrir samninga.

Mundi þetta leysa rót vandans?

- Ekki bara eftirlitsstofnanir myndu hafa aðgang að samningum sem snúa að reglugerðum, heldur allur almenningur, samkeppnisaðilar og fræðimenn. Aðilar sem hafa áhyggjur af ákveðnum hlutum hefðu tök á færa mun sterkari rök fyrir máli sínu, með því að hafa raunverulega samninga í höndunum. Í ákveðnum skilningi yrðu allir viðskiptagjörningar reglubundnir.

- Þetta myndi draga úr líkum á því að viðskiptamódel í framtíðinni gætu vaxið mönnum yfir höfuð út af því að heildarmyndin sést ekki. Ég er viss um að Lehman Brothers töldu sig vera með allt á þurru. Eins og fjármálaeftirlitið og seðlabankinn telja sig vera með allt á þurru á Íslandi. En þeir sáu bara sinn part af myndinni. Á máli straumlínuhugsunar þá kallast þetta "local optimization", eða staðbundin hámörkun. Það er þegar menn eru uppteknir við að hámarka sitt, en sjá ekki að þessar hámarkanir eru að búa til lágmörkun í heildarkerfinu. Og það er það sem menn þurfa að glíma við í framtíðinni, hvernig minnkum við líkurnar á að slíkt gerist.


Blóraböggullinn

Já, hann er bara blóraböggull. Blóraböggull sem er yfirhönnuður kerfisins. Blóraböggull sem kann ekki á stjórntæki seðlabankans, og gat þar af leiðandi ekki gert neitt.  Blóraböggull sem efldi ekki varasjóði seðlabankans þegar hann hafði tök á því.  Blóraböggull sem er með hreina samvisku og góðan vilja. Blóraböggull sem setti dóminóið af stað. Og blóraböggull sem sér ekkert annað en núverandi kerfi. Og þar með blóraböggull sem getur ekki leyst þau kerfislægu vandamál sem við erum í.

Vís maður sagði: "Vandamál verða aldrei leyst í því kerfi sem þau voru sköpuð í". Það ætti að segja okkur það, að þeir sem sköpuðu kerfið sem varð að stærsta manngerða vandamáli íslandssögunnar, eru ekki þeir sem geta leyst vandamálið.


Næsta síða »

Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband