Hvað er bindiskylda?

Ef banki fær 1000kr í innlán, þá þýðir 10% bindiskylda að hann má lána 900kr út (þetta er kennt í þjóðhagfræði 103, menntaskólakúrs...). Með því að endurtaka þetta (maður fær lánað, greiðir fyrir vöru, sá sem fær greitt leggur inn í banka, endurtekið nokkrum sinnum), þá geta 1000kr í innlán orðið að 10000kr í umferð.

Nú, Davíð blessaður kallinn heldur því fram að það að auka bindiskyldu bankanna hefði ekki haft nein áhrif, þar sem ótakmarkaður aðgangur að lánsfé geri þetta stjórntæki máttlaust. Þetta er einfaldlega kolrangt. Sjáum hvernig lánsfé bankanna, sem kemur inn í íslenska hagkerfið, getur margfaldast:

Banki fær 1000kr (eða 1000 milljarða, líklega nær lagi) að láni. Það er lánað til að kaupa hlutafé í bankanum. Einhver selur, og fær þennan pening, og gerir eitthvað við hann. Hann leggur þennan pening inn í banka. Vei, innlán, getum lánað það aftur, til að kaupa MEIRI hlutabréf í sjálfum okkur. Og koll af kolli, þar til 1000 kallinn er orðinn að 11000 kalli (engin bindiskylda á fyrsta þúsundkallinn). Bindiskyldan hefur því klárlega mikið að segja í þessu tilfelli líka, því þetta snýst um að takmarka heimild bankana til að margfalda peninga.

Davíð er því miður óhæfur seðlabankastjóri. Hann sýndi það enn og aftur í kvöld. 


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahh sjáðu til, ef banki hefur ótakmarkaðan aðgang að lánsfé erlendis frá þá skiptir ekki máli hversu há bindisskyldan er (nema hún sé 100% væntanlega) fyrir vaxtarhraða bankans. Höldum áfram með þitt dæmi, 1000 kall í lán, 10% bindiskylda sem þýðir 10földun samkvæmt ruðningsáhrifum í hagkerfinu. EN þessi 1000 kall fæst erlendis frá í ótakmörkuðu magni, þannig að þú getur sett inn óendanlegt merki í stað þúsund og reiknað: óendanlegt/0.1 = óendanlegt. ERGO: bindiskyldan skiptir ekki máli að því gefnu að fjármagn erlendis frá sé gríðarlega mikið.

blahh (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 239

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband