Að halda sér á tánum

Er vont fyrir langhlaupara. Þeir vilja halda sér á hælunum sem mest, þar sem það að hlaupa á tánum er mun erfiðara fyrir stoðkerfið, svo sem hásin og kálfa, og krefst meiri orku en hitt, og slíkt er dýrt í langhlaupum. Í spretthlaupum gildir hins vegar að halda sér á tánum, þar sem þá þarf að nýta alla vöðva líkamans sem mögulega geta stuðlað að auknum hraða.

Nú eru hlaup nokkuð góð líking fyrir lífið almennt séð. Sá nýlega á dagatali frá Glitni (sjálfsagt að undirlagi forstjórans sem er orðinn hlaupafíkill virðist vera) þá samlíkingu að lífið væri eins og langhlaup. Ég er nokkuð sammála því, enda langhlaupari í dvala sjálfur. Hins vegar vilja leynast spretthlaup innan um. Að skipta um húsnæði, að eignast barn, að missa vinnuna, os.frv. veldur því yfirleitt að menn taka á sprett, leita nýrra möguleika, og enda á nýjum stað í lífinu. Þá tekur yfirleitt við skokkhraðinn aftur. Og þeir sem geta ekki skokkað, þeir ganga. Og þeir sem geta ekki gengið, nú þeir standa í stað.

Í bókinni "Leading Change" sem ég hef minnst á áður, er talað um hversu mikil áhrif stöðugur vöxtur hefur á lífsleiðinni. Dæmi er tekið af tveim manneskjum, önnur sem vex í "getu" um 1% ári, og hin sem vex um 6% á ári. Munurinn er kannski sá að fyrri manneskjan finnur sér stöðuga vinnu hjá traustu fyrirtæki, er bara nokkuð hamingjusöm, og hefur enga ástæðu til að ýta sér áfram. Eða, hefur meiri áhyggjur af því að halda sinni stöðugu vinnu frekar en að þróa sig sem persónu og vinnukraft.

Hin manneskjan stofnar kannski fyrirtæki, það fer á hausinn, fer að vinna hjá frumkvöðlafyrirtæki, fer í frekara framhaldsnám, fer að vinna hjá öðru fyrirtæki, það fer á hausinn, fer að vinna hjá öðru fyrirtæki, og er stöðugt að leita nýrra til að gera hlutina betur og hraðar, vegna þess að í þessu umhverfi er það einfaldlega nauðsynlegt.

Ef þessi munur helst í 30 ár, þá er orðinn margfaldur munur á getu þessara tveggja einstaklinga. Nánar tiltekið u.þ.b. 400%. Að sjálfsögðu er það huglægt hvað er vöxtur, í þessu samhengi er verið að beina sjónum að getu fólks til að reka/stjórna/leiða fyrirtæki. Í þessu samhengi, þá ætti að vera ljóst það það er gríðarlega mikilvægt að geta skokkað frekar en gengið. Og því hraðar sem menn skokka, því lengra komast menn á lífsleiðinni. Spretthlauparar eiga engan séns í langhlaupara ef þeir þurfa að ganga eða jafnvel stoppa á milli spretta.

Nú, boðskapurinn er sá að það skiptir ekki öllu máli hvar þú byrjar. Það sem skiptir meira máli á heilli æfi, er hversu hratt þú skokkar.

  

20100100
21101106
22102112
23103119
24104126
25105134
26106142
27107150
28108159
29109169
30110179
31112190
32113201
33114213
34115226
35116240
36117254
37118269
38120285
39121303
40122321
41123340
42124360
43126382
44127405
45128429
46130455
47131482
48132511
49133542
50135574

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Að reikna rétt :) prósent á ári koma líka ofan á vöxt ársins. Sex prósent á ári koma þá ofan á sex prósentin sem bættust við árið á undan. Vaxtavextir held ég að það heiti.

Birgir Þór Bragason, 16.4.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

hehe úpssssssssssssssssssssssssssss

afsakið ég las ekki tölurnar nógu langt :):)

Birgir Þór Bragason, 16.4.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband