Að berjast á heimavelli andstæðinganna

Það vita allir sem koma nálægt íþróttum að maður vill síður spila á heimavelli andstæðinganna. Þessa dagana virðist vera að stjórnarandstaðan hafi ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum. Að heyja kosningabaráttu mót núverandi ríkisstjórn hamrandi á "hagstjórnarmistökum", er nákvæmlega að gera þetta. Ef stjórnarandstaðan hefur veikleika einhverrstaðar, og ríkisstjórnin styrkleika, þá er það á sviði hagstjórnar og fjármála. Það að ætla í kosningaslag á þessum forsendum er því í besta falli að taka slaginn á heimavöll andstæðinganna. Í versta falli er það eins og skæruliðasveit sem fer í opna orrustu á móti Bandaríkjaher. 

En hagstjórn er ekki allt þegar kemur að stjórna landinu. Rétt eins og peningar eru ekki allt þegar kemur að lífshamingju, þá eru þeir það ekki heldur á þessu sviði. Siðferði skiptir til dæmis heilmiklu máli. Framsýni á það sem skiptir máli til lengri tíma litið skiptir máli. Og þarna eru hinir veiku punktar ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnar sem telur hagvöxt allt sem skipti máli. Ríkisstjórnar sem ennþá styður innrás BNA í Írak. Ríkisstjórnar sem skipar hæstaréttardómara úr einkavinahóp sínum burtséð frá hæfni.  Stjórnmálaflokkur sem kýs Árna Johnsen í nokkuð öruggt þingsæti sýnir hvað það er sem skiptir máli þar á bæ. Siðferði er aukaatriði. Að vera vinur vina sinna er aðalatriði. Engin furða að hugtakið "einkavinavæðing" sé orðið svona sterkt hugtak.

Það telst kostur að eiga síðari leik á heimavelli. Kannski er það áætlun stjórnarandstöðunnar. Ég vona það þeirra vegna. Og siðferðisins vegna. Ríkisfjármálin eru í nægilega góðri stöðu til að þola vinstristjórn í svo sem eitt kjörtímabil. Hver veit, þau gæti komið á óvart, einbeitt í því að reka af sér slyðruorðið á þessu sviði. Siðferðismálin eru hins vegar ekki í nægilega góðri stöðu til að þola þessa ríkisstjórn í eitt í viðbót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 262

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband