Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Stöðlun - taktur - ítranir

Eitt af faglegum áhugamálum mínum er verklag í hugbúnaðargerð. Ég hef nokkrum sinnum talað um þetta efni, lengi vel var ég helst fylgjandi XP (eXtreme Programming), og hef tekið margt þaðan með góðum árangri vil ég halda fram. Upp á síðkastið hef ég verið mest hallur undir svokallaða Straumlínuhugsun í hugbúnaðargerð (Lean Software Development), talaði meðal annars um þetta á vegum Agile hópsins fyrir nokkru. 

Það er ýmislegt sameiginlegt með XP og Lean Software Development (LSD...tilviljun??) . Það er ekki skrýtið, enda áhrifavaldarnir að miklu leyti þeir sömu frá landi hinnar rísandi sólar, Toyota. Eitt af þessum atriðum er áhersla á ítranir (iterations). Alls staðar þar sem straumlínuhugsun kemur við sögu, hvort sem er í framleiðslu eða þróun, er mikil áhersla á takt og samhæfingu (cadence and synchronization).  Til að liðsheild virki sem liðsheild, þá þarf hún að geta samhæft aðgerðir. Áhrifaríkasta leiðin til þess er að koma á takti sem hentar viðkomandi verkefni. Það getur verið allt frá nokkrum sekúndum (50 sek á hverja verkstöð hjá Toyota), upp í mánuði, eins og tími milli stærri útgáfa af hugbúnaðarkerfum.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að taktur er svo áhrifaríkur. Ein þeirra er stöðlun á verkstýringaratriðum. Einn af stærri verkstýringaratriðum í hugbúnaðargerð er að ákveða hvað á að gera næst, í hvaða röð, og á hve löngum tíma. Þegar taktur er til staðar (t.d. mánuður), þá er fyrirfram búið að taka ákvörðun um "á hve löngum tíma". Þá er "bara" eftir að ákveða hvað á að gera næst, og í hvaða röð. Það eru aðrir kostir við taktinn, sem ég ætla ekki að tíunda í þetta skipti. 


Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband