24.2.2009 | 23:43
Siðferðislega heftir lögfræðingar Sjálfstæðisflokksins
Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur og þingmaður sjálfstæðisflokksins skrifaði nýlega pistil í Fréttablaðið sem svar við gagnrýni Sigurðar Líndal lagaprófessors, sem varðaði þætti siðferðis og fordæmis, ásamt nauðsyn þess að dómstólar taki á þáttum sem lög taka ekki á með beinum hætti, með hliðsjón af siðferði og dómafordæmi.
Sigurður Kári er á því, eins og félagar hans í forystu Sjálfstæðisflokksins, með þá Davíð Oddsson og Björn Bjarna fremsta í flokki, að dómstólar skuli hins vegar eingöngu dæma samkvæmt því sem lagabókstafurinn nær beint yfir í tiltölulega þröngum skilningi, og það sama skuli eiga við um framkvæmdavaldið. Þetta hefur meðal annars komið vel fram í embættisfærslum þessara manna í sambandi við skipan dómara, viðbrögð við mistökum ráðherra, og þaulsetni í embættum. Málflutningur og embættisfærslur þessa hóps styður verulega við þá sýn að þeir spyrji fyrst hvort eitthvað komi þeim vel, svo hvort það sé löglegt, og síðan, kannski, hvort það komi samfélagnu vel, þ.e.a.s., hvort það sé siðlegt. Þetta er ákveðið form af ákvarðanakúltúr, sem virðist vera algerlega ríkjandi í Sjálfstæðisflokknum. Líklega helgast þetta af þeirri ranghugmynd nýfrjálshyggjunnar að frelsi fyrirtækja og einstaklinga til að hámarka eigin hagsmuni, endi sjálfkrafa sem hámörkun alls samfélagsins.
Hvað sem því líður, þá er ljóst í mínum huga að þetta form ákvarðanakúltúrs er það sem er ein helsta rót vandans sem íslenskt samfélag á við að etja í dag. Því það virðist augljóst að nákvæmlega þessi kúltúr sem réði ríkjum í bönkunum. Þar var fyrst spurt hvort það kæmu mönnum persónulega vel, svo hvort það væri löglegt, og að síðustu hvort það væri siðlegt. Og það var bara tekið til skoðunar ef það var augljóslega á dökkgráu svæði. Þetta leiðir síðan til skammtímahugsunar, sem aftur leiðir til ofurlauna, sem leiðir til áhættusækni, sem leiðir til skuldsetningar, sem aftur leiddi til hruns.
Maður hefði haldið að kreppan sem við erum að ganga í gegn um hefði gert þetta ranghugmyndina um hámörkun á tekjum samfélagsins, augljósa. Af einhverjum ástæðum, hefur þetta ekki komist mjög hátt í umræðunni. Kannski af því að orsakasamhengið þarna er nokkuð langt, og mönnum hefur ekki tekist að koma þessu nægilega skýrt til skila.
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.