8.2.2009 | 21:34
Hámark veruleikaflóttans?
"Það gleður mig, að jafnvel þeir sem helst vilja leggja til mín hafa ekki getað fundið neitt málefnalega athugavert við störf mín og reyndar tekið sérstaklega fram að við mín störf sé ekkert að athuga. Ég þurfi bara að fara frá af óefnislegum ástæðum."
Það er ekkert athugavert við að hafa ekki beitt stjórntækjum seðlabankans til að taka í þá tauma sem hann hafði (bindiskyldu bankanna).
Það er ekkert athugavert við að hafa staðið gegn upptöku annars gjaldmiðils, þegar það var bæði mögulegt og hagstætt íslenskum almenningi. Nei, það varð að verja völd seðlabankans til að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar í nafni "sveigjanleikans".
Það er ekkert athugavert við að hafa lýst því yfir að yfirvöld íslenskra peningamála ætli sér ekki að greiða skuldir "óreiðumanna" erlendis, sem túlkaðist í Bretlandi sem "ætla ekki að standa við skuldbindingar", og olli trúnaðarbresti, sem aftur leiddi til hruns Kaupþings.
Það er ekkert að því að hafa verið yfirarkitekt og leiðtogi einkavæðingar bankanna, sem bjó til kerfið sem leiddi okkur í þessa stöðu.
Það er ekkert athugavert við að hafa tekið fram fyrir hendur ráðherra bankamála með þegar risastórar ákvarðanir voru teknar sem vörðuðu alla bankana, og þar með alla þjóðina.
Það er ekkert athugavert við að hafa ekki stækkað gjaldeyrisforðann meðan tækifæri var til þess.
Það er ekkert athugavert við að hafa leitt forystu Sjálfstæðisflokksins og fyrri ríkisstjórna inn í kúltúr bókstafstrúar á lagabókstafinn, siðleysis og ábyrgðarleysis. (Nei það skiptir ekki máli þó menn brjóti lög eða tvö, lögin segja ekki að maður þurfi að segja af sér).
Eins og Marínó bendir á, þá er ekkert athugavert við að hafa sett Seðlabankann á hausinn.
Og, síðast en ekki síst, það er ekkert athugavert við að aðal seðlabankastjóri sitji í stól sínum í óþökk 90% þjóðarinnar. Já, það varðar fjölskyldurnar í landinu mjög miklu hverjir sitja í seðlabankastjórum, þvert á það sem hrokagikkir í Sjálfstæðisflokknum kunna að halda fram.
PS.
Mér þætti fróðlegt að vita hvaða einstaklinga hann er að vísa til þarna? Hverjir eru það sem eru svona bitlausir?
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara í mínum huga; helvítis fokking fokk!
Kotik, 8.2.2009 kl. 21:57
Eins og mælt úr mínum munni
Snjólaug you know who (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.