Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2007 | 14:20
Aftur á mölinni
Við erum komin aftur á mölina eftir "frábært" frí, þar sem eyrnabólga, kvef og aðrar pestir léku aðalhlutverk. Ég er að minnsta kosti skriðinn saman að mestu leyti, og kominn með nægilega orku til að íhuga að fara að hreyfa mig. Er hins vegar orðinn svo hvekktur á eilífum pestum í vetur, að ég hef væntanlega frekar hægt um mig í bili. Vonandi verð ég samt kominn á hlauparól eftir nokkrar vikur, er alveg að verða vitlaus á langvarandi hreyfingarleysi, svo sé ekki minnst á að vera nokkrum kílóum þyngri...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 20:10
Draumalandið - Draumabóndinn - Draumafyrirtækið
Jæja, nú hefst önnur innreið minn í bloggheima. Stofnaði bloggreikning einhverntímann, einhversstaðar fyrir nokkrum árum, en er búinn að steingleyma hvar það var, og sá finnst ekki á Google lengur, svo þar með er hann týndur og tröllum gefinn.
Er í fríi austur á landi hjá foreldrum mínum á Hallormsstað. Algert snilldar veður í dag, dæmigert að vera fullur af kvefi og þurfa helst að halda sig innandyra. Eini kosturinn er að ég var með mjög fína bók með mér sem ég náði að klára í dag "Leading Change". Bókin fjallar um það hvað þarf að gera til að gera fyrirtæki að Draumafyrirtækinu. Afar góð bók sem ég mæli með við alla sem hafa áhuga á rekstri fyrirtækja, hvort sem það er sem starfsmenn, stjórnendur eða eigendur.
Þegar ég lagði hana frá mér, tók ég upp aðra, talsvert öðruvísi, en engu síður góða bók, Draumalandið eftir Andra Snæ. Helv. nær maðurinn að hitta naglann oft og vel á höfuðið. Sérstaklega fannst mér búnaðarbálkurinn góður, af því sem ég er búinn að lesa. Áttin sem hann kemur frá er skemmtilega nálægt ýmsum hugleiðingum í "Leading Change", meðal annars hvernig mikil áhersla á stífa stjórnun drepur niður frumkvæði og hugmyndir, á sama tíma og mikil vöntun er á trúverðugri framtíðarsýn hjá mönnum sem hlustað er á. Ég held bara að Andri Snær ætti að verða næsti landbúnaðarráðherra...
Draumabóndinn er bóndi sem er með nákvæmlega nóg af skepnum til að vera ekki of mikil byrði á landinu sem hann hefur, er með 5 stjörnu gistiaðstöðu, 2 stjörnu veitingastað (michelin), fullvinnur afurðirnar sjálfur sem hann ber fram sjálfur á veitingastaðnum, og selur afganginn til sælkeraverslana og háklassa veitingastaða um allan heim. Af hverju ekki ???
Draumafyrirtækið er fyrirtæki þar sem starfsmenn stjórna sér sjálfir, undir leiðsögn sterks leiðtogateymis (en ekki stjórnunarteymis), sem leggur áherslu á sameiginlega framtíðarsýn, og öfluga stjórnunarmenntun allra starfsmanna. Af hverju ekki ???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar