25.9.2009 | 12:03
mbl.is Farið úr bookmarks
Ekkert blogg verður hjá mér hér (fyrir utan þessa tilkynningu náttúrulega), og ég mun ekki skoða mbl.is meðan Davíð Oddsson er þar við stjórnvölinn.
Tími þessa manns í áhrifastöðum á Íslandi verður að vera liðinn. Annars er þessu sjálfhætt og eins gott að fara að pakka saman og flytja úr landi.
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki svolítið sérstakt að útiloka lestur skoðanna annarra en þeirra sem manni þóknast?
Er ekki málfrelsið einmitt grundvöllur lýðræðisins. Við þurfum alls ekki að vera sammála neinu sem Davíð skrifar eða því sem birtist í Morgunblaðinu frekar en öðrum miðlum, en skoðanaskipti eru grundvöllur þess lýðræðis sem við aðhyllumst.
Jafnvel glæpamenn og fangar á Litla Hrauni hafa tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri. Því þá ekki Davíð, Ingibjörg Sólrún, og jafnvel Hannes Smárason?
Mín skoðun er sú að þú og aðrir sem taka þessa sömu afstöðu vaðið villur vega.
Hvenær verður þinn tími í áhrifastöðu að vera liðinn? Það á að vera þitt val ekki satt. Á meðan einhver les þín skrif þá hefur þú áhrif ekki satt?
Jón Árni Bragason, 26.9.2009 kl. 12:18
Jú, það er vissulega svolítið sérstakt. Davíð Oddsson og bankahrunið er líka svolítið sérstakt, og sambandið þar á milli sterkt, sama hvað hver segir.
Að vera ritstjóri snýst ekki um tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það snýst um að stjórna því hvaða skoðanir og staðreyndir koma fram í viðkomandi fjölmiðli. Þessi rök eru því snúa málinu á haus, og eru svo mikið rugl að ég verð frekar reiður þegar ég heyri þau. Glæpamenn og fangar hafa ekki tækifæri til að stýra umræðum í einum af áhrifamestu fjölmiðlum landsins um sjálfan sig.
Það sem skiptir máli í þessu er að Davíð Oddsson er pólitískur gerandi númer 1, 2, og 3 í þessu máli öllu saman. Það er enginn annar pólitíkus á Íslandi, eða annars staðar, sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í aðkomu að öllu þessu máli. Hans siðferði, skoðanir, aðgerðir og aðgerðaleysi áttu ríkan þátt í að skapa þann anda trúar á óskeikulleika peningavaldsins, og áhættusækni, sem komu okkur í þessa stöðu, og því algerlega óásættanlegt að hann sé settur í stöðu til að stýra umræðu um þessi mál með einum eða öðrum hætti.
Það hvenær minn tími í áhrifastöðu er liðinn er ekki mitt val. Það er val þeirra sem kjósa að hlusta á mig, og kjósa mig mig í ábyrgðar/áhrifastöðu. Mitt val er að ég kýs að Davíð Oddson hafi sem minnst áhrif á mig, og því mun ég ekki fylgjast með fjölmiðli þar sem hann er við stjórnvölinn.
B.t.w. Þetta væri svona álíka og að George W. Bush sem ritstjóra New York Times. Hversu líklegt er að það gerist ?
Guðlaugur S. Egilsson, 27.9.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.