Útilega um helgina

Að veiðumJæja, þar kom að því að við komum okkur í útilegu með Silju systur Snjólaugar, Arnari og stelpunum þeirra tveimur, Maríu Mist og Emmu Björt. Skruppum í Skorradal, komum í hálfskýjuðu veðri um miðjan laugardaginn, en svo létti smám saman upp, og endaði með að vera heiðskýrt og frábært veður um kvöldið, og svo var áframhald á blíðunni í dag. Þá var haldið í sund í Borgarnesi, snætt í þeim ágæta söluskála Hyrnunni, og svo haldið inn í Hvalfjörð. Þar skildu leiðir, og Arnar og Silja héldu í bæinn með tvær þreyttar stelpur, en við fórum í göngutúr í botni Hvalfjarðar, þar sem Stefán Steinar veiddi fullt af gúrafiskum í Botnsá, og við grilluðumst í 20 stiga hita.

Sem sagt mjög fín helgi, og góð byrjun á fríinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband