29.4.2007 | 21:15
Um Ríkisborgararétt
Hef aðeins fylgst með umræðunni um mál tengdadóttur umhverfisráðherra, og meðal annars sá ég viðtal Helga Seljan við hana. Annað hvort er Jónína fyrsta flokks lygari, eða hún er að segja sannleikann. Ég er á því síðara. Ég held að hún hafi ekki "kippt" í neina spotta. En ég held líka að hún hafi ekki þurft þess. Það var nóg að nafnið hennar var tengt þessari ágætu stúlku til að nefndarmenn í allsherjarnefnd sæju það að þarna var einkavinur tengdur málinu sem þurfti á sérstakri fyrirgreiðslu að halda. Því það er nákvæmlega menning sjálfstæðis og framsóknarmanna. Þeir sjá um sína. Þeim er nokk sama um grundvallarreglur lýðræðisþjóðfélags, nema rétt þeim sem duga til að halda þeim að kjötkötlunum.
Það er nákvæmlega þessi hugsun sem réði ferðinni þegar Davíð hét einkavini sínum G.W.Bush stuðningi í hans málum. Og sá greiði gagnaðist nákvæmlega jafn lengi og Davíð í embætti. Sama hugsun réði ferðinni þegar sjálfstæðismenn á Suðurlandi kusu Árna nokkurn Johnsen í annað sæti í prófkjöri. Árni hefur alltaf verið góður í að sjá um sína, hvaða máli skiptir það þó maður geri smá tæknileg mistök?
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.