26.4.2007 | 22:46
Darren Dalcher - Reflections on Agile Project Management
Fór á ágætis fyrirlestur í dag með Darren Dalcher um Agile project management. Hann minntist meðal annars nokkuð mikið á XP, og það í þó nokkuð jákvæðu ljósi. Reyndar var mælingin mest LOC, sem ég er nú ekki beint hrifinn af, en jákvæð umfjöllun eigi að síður.
Hann kom aðeins inn á "agile project failures". Hann nefndi m.a. kerfi þar sem var þróað rosa fínt kerfi til að taka við pöntunum á netinu, kerfið fór í gang með pompi og prakt, og keyrði bara fínt. Nokkru síðar spyr einhver yfirmaður hvernig gangi með nýja kerfið. Jújú, gengur fínt, komnir með nokkur þúsund pantanir. "Já, og hvað erum við að gera með þær"?? Og varð fátt um svör, því það hafði að mestu leyti gleymst sá partur að það þyrfti að uppfæra kerfin/ferlin sem unnu úr pöntunum.
Það sem gerist þarna er að menn týna sér í tæknilegum kröfum, líklega í þessu tilfelli skilgreindar af fólki sem eingöngu hefur með pantanir að gera. Menn gleyma viðskiptalegu kröfunni, sem er að afgreiða sem flestar pantanir sem hraðast. Það er ekki nóg að taka við pöntunum, það þarf að afgreiða þær til viðskiptavina.
Þetta kemur inn á eitt sem ég hef verið að tala um í nokkurn tíma, og kemur úr Straumlínu hugbúnaðarþróun (Lean Software Development), og það er þörfin á að gera samninga í kring um viðskiptaleg markmið í stað tæknilegra krafna. Eitt af því sem er afar undarlegt við að gera samninga í kring um tæknilegar kröfur, er að slíkar kröfur eru augljóslega bundnar af þekkingu og hugmyndaflugi þeirra sem þær skrifa. Ennfremur, þá eru þær yfirleitt skrifaðar miðað við stöðu tæknimála þess tíma.
Með öðrum orðum, þá tekur þessi aðferðafræði ekki tillit til þess að 1) eftir því sem þróun á hugbúnaði heldur áfram, koma nýjir tæknilegir möguleikar í ljós og 2) þekking þeirra sem þróa kerfið verður mjög fljótlega mun dýpri heldur en þeirra sem skrifuðu upprunalegu kröfurnar, sem getur í mörgum tilfellum leitt nýjar og betri leiðir að viðskiptamarkmiðinu í ljós. Þetta gerist hins vegar ekki nema þeir sem vinna að hugbúnaðarþróuninni VITI hvert endanlega markmiðið er. Það er, viðskiptalega markmiðið. Hitt skiptir í raun afar takmörkuðu máli þegar öllu er á botninn hvolft.
Um bloggið
Guðlaugur Stefán Egilsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.