Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Loksins

Öll él birtir um síðir. Þó Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafi ekki verið helstu talsmenn fyrir afnámi stóriðjustefnunnar, þá vonandi átta þau sig á undiröldunni í þessum málum, og slá þessa stefnu af. Það þarf að gerast með afgerandi hætti, það að segja að þetta séu "sveitastjórnarmál" virkar ekki.

En, fyrst þurfa þau að ná saman um stjórn. Og vonandi verður siðferðisvitund þeirrar stjórnar hærri en þeirrar fráfarandi.

 


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ál, ál, ál og meira ál

Kláraði Draumalandið í gær. Ég verð að viðurkenna að þessi bók hafði nokkur áhrif á skoðanir mínar. Aðallega var það punkturinn sem tilvitnunin "Hugmynd getur verið hættuleg, sérstaklega ef það er eina hugmyndin" vísar í, sem hreyfði við mér. Ég held nefnilega að það sé ansi hreint mikið til í þessu. Og út af þessu, þá held ég núna að það sé rétt að blása allar álversframkvæmdir á Íslandi út af borðinu, endanlega. Ekki allan orkufrekan iðnað, en klárlega álver. Og það er einfaldlega vegna þess, að þessi hugmynd er orðin kæfandi, hún trampar á öllu öðru frumkvæði sem kemur fram víða á landinu.

Ég var, og er ennþá, fylgismaður Kárahnúka/Reyðaráls. Í ljósi þess hvernig þróunin var orðin, þá var fátt annað sem gat bjargað svæðinu, a.m.k. hvað varðar eignir og arfleið fólks sem ég þekki. Að verulegu leyti reyndar út af því að menn voru búnir að bíta það í sig að það væri álver eða dauðinn. Enda var það áróður sem var búið að dynja á fólki áratugum saman. Ég hef fylgst nokkuð með þessu frá því um 1990, enda frá Egilsstöðum. Viðkvæðið hefur verið að ekkert væri nógu stórt, nema álver. Ég sé reyndar í dag hver áhrifin eru. Ég er núna staddur í húsi sem hefði að öllum líkindum ekki risið nema vegna þessara framkvæmda.

En veruleiki þessarar þjóðar hefur breyst all verulega síðan ákveðið var að fara í þessar framkvæmdir. Umsvif fjármálafyrirtækja skyggja núna verulega á umsvif sjávarútvegsins. Uppgangur tæknifyrirtækja er einnig verulegur, og er skortur á menntuðu fólki, sérstaklega verkfræði/tölvumenntuðu, orðinn vexti slíkra fyrirtækja fjötur um fót, sem neyðast þar af leiðandi til að leita á erlend mið eftir starfsfólki til að vaxa.

Vandamálið við uppganginn í fjármálastarfsemi, og frumkvöðlastarfi almennt, er að pólitíkusar eiga mun erfiðara með að eigna sér árangur á því svið, heldur en þegar um risasamninga við stórfyrirtæki er að ræða. Því það er ekki jafn líklegt til árangurs fyrir pólitíkus að leggja áherslu á menntamál og frumkvöðlastarfsemi, þar sem árangurinn er ekki jafn áþreifanlega rekjanlegur til þeirra sem slíkt gera, eins og þegar menn leggja hornsteininn að risaframkvæmdum, og bjarga atvinnumálum heilu landsfjórðungunna í einu handtaki.

Um daginn sagði ég við vinnufélaga minn, sem er einnig tónlistarmaður af erlendum uppruna, að Ísland væri "The coolest country on earth. Literally. And metaphorically." Hann var nokkuð sammála því, mótmælti a.m.k. ekki harkalega. Ég er því á því að ímynd íslands sé líklega nú þegar dýrmætari en fallvötn þess. Og þessa ímynd eru alþjóðlega þekkt fólk farið að styrkja í sessi. Þetta er því það sem kallast "hvetjandi hringrás" (positive feedback loop). Hana er hins vegar vel hægt að rjúfa. Er til dæmis líklegt að friðarsúla Yoko Ono hefði verið reist í landi þar sem stjórnvöld væru gengin í eina sæng með "versta fyrirtæki í heimi" (Rio Tinto), eins og leit jafnvel út fyrir á tímabili?

Það er þessari ímynd að þakka (og útrásinni margfrægu að sjálfsögðu) að auðjöfrar víða að, til dæmis frá Rússlandi, eru farnir að venja komur sínar til landsins til að sjá hvað sé virkilega svona svalt. Ef hægt er að ýta undir þessa tilhneiginu, þá eru auðjöfrar heimsins líklega fleiri en Íslendingar samanlagt. Þarna eru því tækifæri til að búa til fjölda hálaunastarfa í ferðaþjónustu.

Svona til að ljúka þessu, þá þætti mér þætti gaman að vita hvað sjálfstæðismenn sem lásu Draumalandið hugsuðu, og hvort þeir séu sjálfstæðismenn ennþá. Þó að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn haldið sig nokkuð mikið til hlés hvað varðar álmálin öll varðar, þá er engin spurning í mínum huga að bakland virkjanasinna er að miklu leyti innan sjálfstæðisflokksins.


Um bloggið

Guðlaugur Stefán Egilsson

Höfundur

Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur S. Egilsson
Guðlaugur Egilsson er tölvunörd með gráðu og smá áhuga á pólitík. Síðastliðin ár hefur hann líka sést hlaupandi á ýmsum stöðum, og vonast til að áframhald verði á því. Hér gætu því birst í bland hugleiðingar um líðandi stund og pælingar um hugbúnaðargerð, hlaup og tæknimál. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gulli_small
  • IMG_9379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband